Örfá hjólhýsi eftir á Laugarvatni

Erfitt er fyrir suma að færa hýsin.
Erfitt er fyrir suma að færa hýsin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru einhver hús eftir enn þá. Það hefði samt verið fallegt af sveitarstjórn að gefa fólki lengri tíma til að koma sér. Kannski fimm ár í stað þess að henda okkur út á tveimur árum,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir formaður Samhjóls í samtali við Morgunblaðið um stöðuna á hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni sem er við það að hverfa.

Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu stendur til að leggja niður byggðina á svæðinu. Að sögn Hrafnhildar hefur ekkert breyst í þeim málum þrátt fyrir mikla óánægju hennar og allra leiguhafa á svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert