Ræna verðmætum úr farangri

Ferðamenn á Tenerife.
Ferðamenn á Tenerife. AFP

Færst hef­ur í vöxt að farþegar í flug­ferðum frá Teneri­fe til Íslands komi tóm­hent­ari heim en þeir voru þegar út var haldið en ekki vegna kostnaðar við ferðalagið held­ur vegna þjófnaðar um borð í flug­vél­inni. Hef­ur til­vik­um þar sem stolið er úr far­angri eft­ir inn­rit­un inn í far­ang­urs­rými vél­ar­inn­ar fjölgað tölu­vert und­an­farið að sögn Sig­valda Kaldalóns, fram­kvæmda­stjóra ferðaskrif­stof­unn­ar Teneri­fe ferðir sem selja ferðir til Teneri­fe.

„Við vor­um að vara við þessu í sum­ar. Best væri ef fólk plastaði tösk­urn­ar eða læsti þeim með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir Sig­valdi í sam­tali við Morg­un­blaðið og biður farþega að geyma ekki ómiss­andi verðmæti í far­angri held­ur taka þau frek­ar með sér í hand­far­angri. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert