Ræna verðmætum úr farangri

Ferðamenn á Tenerife.
Ferðamenn á Tenerife. AFP

Færst hefur í vöxt að farþegar í flugferðum frá Tenerife til Íslands komi tómhentari heim en þeir voru þegar út var haldið en ekki vegna kostnaðar við ferðalagið heldur vegna þjófnaðar um borð í flugvélinni. Hefur tilvikum þar sem stolið er úr farangri eftir innritun inn í farangursrými vélarinnar fjölgað töluvert undanfarið að sögn Sigvalda Kaldalóns, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Tenerife ferðir sem selja ferðir til Tenerife.

„Við vorum að vara við þessu í sumar. Best væri ef fólk plastaði töskurnar eða læsti þeim með einhverjum hætti,“ segir Sigvaldi í samtali við Morgunblaðið og biður farþega að geyma ekki ómissandi verðmæti í farangri heldur taka þau frekar með sér í handfarangri. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert