„Rauð norðurljós ekkert mjög sjaldgæf“

Sævar Helgi Bragason.
Sævar Helgi Bragason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir að rauð norður­ljós sem sáust við heim­skauts­baug í Finn­landi í gær­kvöldi séu „ekkert mjög sjaldgæf.“

„Þau birtast svo til alltaf við segulstorma eins og orðið hafa undanfarið. Þá geta þau líka sést með berum augum, svo það gerist annað slagið líka, þótt þau komi eiginlega til alltaf betur fram á ljósmyndum. Sá sjálfur rauðleit ljós um daginn.“

Má búast við rauðum norðurljósum

Að sögn Stjörnu-Sævars er gott „norðurljósaútlit“ næstu daga:

„Það er mjög gott norðurljósaútlit næstu daga og raunar alveg fram í byrjun nóvember. Á sólinni eru þrjár kórónugeilar að senda til okkar sólvind sem mun skella á jörðinni næstu kvöld.

Út um geilarnar kemur einmitt þessi hraðfleygi sólvindur sem veldur segulstormum. Þá má alveg búast við því að rauðleit norðurljós prýði að minnsta kosti ljósmyndir fólks og hver veit nema einhver komi auga á þau líka.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert