Sigurvegarinn fær 21 milljón króna

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. mbl.is/Ómar

Margir af bestu skákmönnum heims etja kappi á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák sem hefst á Hótel Natura á morgun í tilefni af 50 ára afmæli einvígis Fischers og Spasskís. Um fjörutíu manns starfa í sjálfboðavinnu við mótið, sem verður opið áhorfendum.

Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, Wesley So, heimsmeistari í Fischer-slembiskák, og ofurstórmeistarar á borð við Ian Nepomniachtchi og Hikaru Nakamura verða á opnunarhátíðinni á Hótel Natura í kvöld.

Magnus Carlsen á Keflavíkurflugvelli.
Magnus Carlsen á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon

Leitað á öllum keppendum

Leikar hefjast klukkan þrjú á morgun og fer enginn tómhentur heim af mótinu. Um sextíu milljóna króna verðlaunafé er í húfi en sigurvegari fær 21 milljón króna í sinn hlut.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir áhorfendur velkomna á mótið sem stendur frá morgundeginum fram á sunnudag, frá klukkan þrjú til átta.

Spurður um eftirlit á mótsstað í ljósi umræðunnar um svindl innan skákheimsins segir Gunnar: „Það verður leitað á öllum sem koma inn á mótsstað með málmleitartækjum. Menn þurfa að skilja eftir síma og snjallúr.“

Búist er við miklum hasar enda verða tímamörkin styttri en í kappskák; 25 mínútur fyrstu 35 leikina en fimm mínútum bætt við í 36. leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert