Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um tvo 16 ára drengi að skemma bifreiðar í Breiðholti. Alls höfðu þeir skemmt tólf bifreiðar.
Drengirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af þeim að viðstöddum forráðamönnum og barnavernd, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.