Spáð er austan 3 til 10 metrum á sekúndu í dag, en 10-15 m/s syðst. Lítilsháttar væta verður suðaustan til, og einnig vestast á landinu fram eftir morgni, annars yfirleitt þurrt.
Hiti verður víða 1 til 7 stig yfir daginn.
Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s á morgun, en 13-18 m/s syðst. Víða verður dálítil rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig, hlýjast suðvestan til. Bætir í úrkomu suðaustanlands síðdegis.