2.200 skjálftar frá upphafi – 200 frá miðnætti

Herðubreið.
Herðubreið. mbl.is/RAX

Tæplega 200 jarðskjálftar hafa orðið í nágrenni Herðubreiðar frá miðnætti og síðan hrinan hófst þar á laugardagskvöld hafa tæplega 2.200 skjálftar gengið þar yfir. Sá stærsti í nótt var 2 að stærð.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem skjálftavirkni á svæðinu sé að róast. Of snemmt sé þó að segja til um það.

Engin virkni var í gangi í Mýrdalsjökli í nótt eftir 3,7 stiga skjálfta þar í fyrrinótt. Aftur á móti heldur jörðin áfram að skjálfa á Reykjanesskaga og við Grímsey. Við Reykjanestá hafa orðið 100 skjálftar frá miðnætti og mældist sá stærsti 1,7 stig.

Við Grímsey hafa orðið 14 jarðskjálftar frá miðnætti og var sá stærsti 1,6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert