Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa lent í vinnuslysi við Hlemm um tíuleytið í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð slysið við hliðina á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir við endurnýjun á lögnum í götum.
Varðstjórinn hafði ekki frekari upplýsingar um óhappið en taldi þann sem lenti í slysinu ekki hafa meiðst alvarlega.