Álag og styrkir greiddir til bænda í dag

mbl.is/Árni Torfason

Tillögur spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti á laggirnar í júní síðastliðnum vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar í landinu eru nú að skila sér í greiðslum til bænda.

Í dag voru greiddar rúmar 464 milljónir til umsækjenda vegna álags á jarðræktarstrki og landgreiðslna segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Tíu prósentum greiðslunnar er haldið eftir vegna uppgjörs og verður greidd í desember.  Umsækjendur um jarðræktarstyrki voru 1.007. Í tilkynningunni segir: „Jarðræktarstyrkir voru greiddir út á 10.557 hektara ræktunarlands að teknu tilliti til skerðingar vegna stærðarmarka umsókna, og var einingaverð 22.080 kr.“

Umsækjendur voru 1007 um jarðræktarstyrki og 1574 um landgreiðslur. Greitt var fyrir 82.321,7 hektara lands og einingarverð hektara var 2.820 kr.

Landgreiðslur voru greiddar út á 82.321,7 hektara lands og var einingaverð 2.820 kr. Umsækjendur um landgreiðslur voru 1.574 talsins og umsækjendur um jarðræktarstyrki 1.007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert