Skýrsla nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum verður kynnt í málstofu í dag klukkan 14.30 í Norræna húsinu.
Í málstofunni munu nefndarmenn kynna efni skýrslunnar og svara spurningum. Í nefndinni sátu þau Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, sem var formaður, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands.
Hægt er að fylgjast með beinu streymi hér að neðan: