Ferðafélag Íslands boðar til fundar

mbl.is/Þorsteinn

Stjórn Ferðafélags Íslands hefur boðað til félagsfundar næsta fimmtudag  kl 20:00 á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Á fundinum verður farið yfir stöðu Ferðafélags Íslands og síðan önnur mál. Í tilkynningu frá félaginu er beðið um að fundargestir framvísi gildu félagsskírteini við innganginn og þeir þurfa að hafa greitt árgjald félagsins á árinu.

Mikill styr hefur staðið um málefni Ferðafélagsins og hafa ásakanir gengið fram og til baka. Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér forsæti félagsins og sagði ekki tekið almennilega á einelti innan vinnustaðarins eða málum er vörðuðu kyn­ferðis­lega áreitni og kyn­bundið of­beldi. Þessu hafnaði stjórn félagsins og stigu margir fram af því tilefni, m.a. Sigrún Valbergsdóttir, varaformaður félagsins, Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri félagsins og Tómas Guðbjartsson læknir og stjórnarformaður í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert