Góð ástæða er til að fylgjast með skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir við Herðubreið frá því á laugardagskvöld. Herðubreið er ekki langt frá Öskju – eldstöð sem minnt hefur á sig undanfarið með landrisi sem rakið er til kvikuinnskots.
Vel á annað þúsund jarðskjálftar hafa mælst frá upphafi hrinunnar, flestir á þriggja til sex kílómetra dýpi en einstaka skjálftar átt upptök sín á um tíu kílómetra dýpi.
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ef jarðskjálftahrinan stafar af kvikuinnskoti muni mögulega aflögun á yfirborði jarðar sjást á gps-mælingum og ratsjám.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.