Icelandair hafði betur gegn Ólöfu Helgu

Icelandair hafði betur gegn Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í Félagsdómi vegna …
Icelandair hafði betur gegn Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í Félagsdómi vegna uppsagnar hennar í fyrra. mbl.is/Unnur Karen

Icelanda­ir braut ekki lög um stöðu trúnaðarmanna eða ör­ygg­is­trúnaðarmanna með upp­sögn Ólaf­ar Helgu Ad­olfs­dótt­ur í ág­úst í fyrra, en hún hafði starfað í hlaðdeild fyr­ir­tæk­is­ins á Reykja­vík­ur­flug­velli. Ólöf Helga var á þess­um tíma­punkti rit­ari í stjórn Efl­ing­ar og hef­ur síðan verið áber­andi þegar kem­ur að mál­efn­um fé­lags­ins. Hún bauð sig meðal ann­ars fram til for­seta ASÍ á þingi þess fyr­ir skemmstu, en þingi Alþýðusam­bands­ins, og þar með kosn­ingu for­seta, var að end­ingu frestað fram á næsta ár.

Í dómi Fé­lags­dóms, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, kem­ur fram að þó að Ólöf Helga hafi verið bæði trúnaðarmaður og ör­ygg­is­trúnaðarmaður hjá fé­lag­inu áður hafi kjör­tíma­bili henn­ar sem trúnaðar­manns verið lokið án þess að hún væri end­ur­kjör­in og að umboð henn­ar og annarra í ör­ygg­is­nefnd Air Ice­land Conn­ect hafi fallið niður þegar fé­lagið var lagt niður og varð aft­ur hluti af Icelanda­ir í byrj­un árs 2021. Með þessu hafi hún því ekki notið sér­stakr­ar vernd­ar sem trúnaðarmaður.

Ástæða upp­sagn­ar­inn­ar enn á reiki

Fram kem­ur í dóm­in­um að ástæða upp­sagn­ar­inn­ar sé nokkuð á reiki. Icelanda­ir til­greini trúnaðarbrest og að ástæðan sé fram­koma henn­ar í garð sam­starfs­manna í hlaðdeild­inni og starfs­manna í farþega­af­greiðslu.

Rök stétt­ar­fé­lags Ólaf­ar Helgu voru á móti þau að hún hefði, eft­ir að nýr stöðvar­stjóri hóf störf, haft af­skipti af tveim­ur mál­um. Annað þeirra varðaði flutn­ing á verk­efn­um farþega­af­greiðslu til hlaðdeild­ar en í hinu til­fell­inu var um að ræða fyr­ir­hugaðar vakta­breyt­ing­ar hjá hlaðdeild­inni. Ólöf Helga leitaði í bæði skipt­in til Efl­ing­ar vegna máls­ins.

Fékk senda pósta sem trúnaðarmaður

Mót­mælti Ólöf Helga því að hún hefði ekki verið trúnaðarmaður og vísaði til þess að hún hefði verið kos­in áfram af meiri­hluta starfs­manna. Þá hefðu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins meðal ann­ars snúið sér til henn­ar sem trúnaðar­manns eft­ir að fyrra tíma­bil­inu lauk og vísað var til þess að bréf frá mannauðsdeild­inni til trúnaðarmanna hefði verið sent í byrj­un árs 2021. Þá hefði hún verið milliliður í fyrr­nefnd­um mál­um og verið til­greind sem trúnaðarmaður á innri síðu Icelanda­ir.

Eng­in til­kynn­ing um nýtt tíma­bil

Icelanda­ir vísaði hins veg­ar til þess að það væri skýrt í lög­um um trúnaðar­menn að upp­lýsa skuli um hverja kosn­ingu og það hafi ekki verið gert í þetta skiptið. Þannig er m.a. vísað til þess að stöðvar­stjór­inn hafi fyr­ir upp­sögn­ina spurt mannauðsdeild­ina hvort Ólöf hefði nokkuð áfram verið kjör­in sem trúnaðarmaður. Svarið var á þann veg að tíma­bili henn­ar hefði lokið árið áður.

Í niður­stöðu Fé­lags­dóms kem­ur fram að ágrein­ings­laust væri að kosn­ing hafi ekki farið fram um síðara kjör­tíma­bilið. Þá hefði stétt­ar­fé­lagið ekki látið vita um neina til­nefn­ingu. Þá hefði upp­lýs­ing­um um áfram­hald­andi störf henn­ar sem trúnaðar­manns ekki verið komið á fram­færi.

Umboð sem trúnaðarmaður og ör­ygg­is­trúnaðarmaður fallið niður

 Seg­ir í dóm­in­um að skýr ákvæði gildi um aðferð við val á trúnaðarmönn­um sam­kvæmt kjara­samn­ingi og ekki sé hægt að líta svo á að Ólöf hafi haft stöðu trúnaðar­manns þegar henni var sagt upp. Engu breyti þó að ein­hverj­ir starfs­menn og jafn­vel til­tekn­ir stjórn­end­ur kunni að hafa litið á hana sem slík­an. Þá seg­ir að vinna henn­ar vegna ágrein­ings starfs­manna hlaðdeild­ar við fyr­ir­tækið hafi ekki skapað henni stöðu trúnaðar­manns.

Að lok­um seg­ir að þó að upp­haf­legt kjör­tíma­bil henn­ar sem ör­ygg­is­trúnaðar­manns hafi enn átt að vera í gildi þegar henni var sagt upp í ág­úst 2021, þá hafi umboð henn­ar og ör­ygg­is­nefnd­ar­inn­ar fallið niður þegar Air Ice­land Conn­ect varð aft­ur beinn hluti af Icelanda­ir. Því sé niðurstaðan sú að Ólöf Helga hafi ekki notið sér­stakr­ar vernd­ar sem trúnaðarmaður eða ör­ygg­is­trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert