„Já, þarna varð líkfundur og það er ekki talið að það hafi borið að með voveiflegum hætti,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is um lík sem fannst í Skeifunni nú í kvöld við húsnæði þar sem áður var verslun ELKO.
Segir Rafn Hilmar að vegfarandi er þarna var á ferð hafi tilkynnt lögreglu um líkið og ítrekar að lögregla telji ekki að saknæm háttsemi hafi átt sér stað.