Rigning víða síðdegis

Spákortið í hádeginu.
Spákortið í hádeginu. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð austan 3 til 10 metrum á sekúndu, en 10-15 m/s syðst. Lítilsháttar væta verður sunnanlands, en yfirleitt þurrt fyrir norðan.

Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s síðdegis, en 13-18 m/s með suðausturströndinni. Víða verður dálítil rigning, en úrkomulítið norðvestan til. Bætir í úrkomu á Suðausturlandi undir kvöld.

Dregur úr vindi í nótt og verður austlæg átt, 8-15 m/s á morgun, hvassast syðst. Skýjað verður austan til og með norðurströndinni og sums staðar dálítil væta, en annars verður yfirleitt léttskýjað.

Hiti verður á bilinu 2 til 9 stig að deginum, hlýjast verður syðra.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert