Skiptar skoðanir meðal íbúa um þaravinnslu

Íslandsþari sækir um lóð á uppfyllingunni við Norðurgarð.
Íslandsþari sækir um lóð á uppfyllingunni við Norðurgarð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Boðað verður til íbúa­fund­ar á Húsa­vík um miðjan næsta mánuð vegna út­hlut­un­ar lóða á hafn­ar­svæði Húsa­vík­ur til Íslandsþara ehf. sem hyggst reisa þar líf­hreins­un­ar­stöð fyr­ir þara. Fyr­ir­tækið hef­ur óskað eft­ir því við Norðurþing að sveit­ar­fé­lagið af­marki lóð á upp­fyll­ingu nýja hafn­ar­svæðis­ins við Norðurg­arð, en sveit­ar­stjórn samþykkti vilja­yf­ir­lýs­ingu um út­hlut­un lóðar í apríl síðastliðnum.

Talið er að skipt­ar skoðanir séu meðal íbúa um áform um þara­vinnslu á þess­um stað. For­svars­menn Íslandsþara komu á fund byggðarráðs í síðustu viku og samþykkti ráðið að þeim viðræðum lokn­um að frek­ari gögn þyrftu að liggja fyr­ir [áður en lóð yrði út­hlutað] og vísaði mál­inu til frek­ari umræðu í nefnd­um bæj­ar­ins. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert