Boðað verður til íbúafundar á Húsavík um miðjan næsta mánuð vegna úthlutunar lóða á hafnarsvæði Húsavíkur til Íslandsþara ehf. sem hyggst reisa þar lífhreinsunarstöð fyrir þara. Fyrirtækið hefur óskað eftir því við Norðurþing að sveitarfélagið afmarki lóð á uppfyllingu nýja hafnarsvæðisins við Norðurgarð, en sveitarstjórn samþykkti viljayfirlýsingu um úthlutun lóðar í apríl síðastliðnum.
Talið er að skiptar skoðanir séu meðal íbúa um áform um þaravinnslu á þessum stað. Forsvarsmenn Íslandsþara komu á fund byggðarráðs í síðustu viku og samþykkti ráðið að þeim viðræðum loknum að frekari gögn þyrftu að liggja fyrir [áður en lóð yrði úthlutað] og vísaði málinu til frekari umræðu í nefndum bæjarins.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.