Umferðaróhapp varð í Katrínartúni um tvöleytið í nótt. Engin slys urðu á fólki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem bætir við að olía hafi verið hreinsuð af götunni.
Slökkviliðið fór einnig í útkall vegna brunakerfis sem fór af stað í fjölbýlishúsi á Laugavegi.
Síðasti sólarhringur var annasamur hjá slökkviliðinu því alls fóru sjúkrabílar í 97 verkefni.