Ungmenni „stöppuðu“ á rafskútu

Rafskúta.
Rafskúta. mbl.is/Hari

Vegfarandi tilkynnti um hóp ungmenna „stappa” á Hopp-rafskútu í umdæmi lögreglunnar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.

Hópurinn kannaðist ekki við neitt þegar lögregla kom á vettvang. Sökum aldurs voru afskipti lögreglu tilkynnt foreldrum og barnavernd.

Slagsmál við fjölbýlishús

Tilkynnt var um slagsmál við fjölbýlishús í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Þrír voru sagðir hafa ráðist á einn. Engar kröfur voru gerðar að svo stöddu og ekki var þörf á sjúkrabíl, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gaf upp kennitölu annars manns

Ökumaður var handtekinn í Reykjavík grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og reyndi að gefa upp kennitölu annars manns. Hann var látinn laus eftir afreiðslu málsins.

mbl.is/Ari

Tveir til viðbótar voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

Fötum stolið

Tilkynnt var um þjófnað á fatnaði úr verslun. Lýsing var til staðar af geranda, auk þess sem myndskeið fundust úr eftirlitsmyndavélakerfi.

Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps eftir að ekið var á vegrið. Engin meiðsli urðu á fólki.

Sömuleiðis var tilkynnt um þjófnað úr matvöruverslun. Gerandinn var á staðnum og var málið afgreitt þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert