Var orðin „handónýt“ eftir fjóra mánuði

Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir sérhæfði sig í svefnráðgjöf barna eftir að hafa sjálf upplifað erfiðleika með svefn barna sinna tveggja en hún hefur alltaf verið heilluð af barneignaferlinu og umönnun ungabarna og ákvað snemma að gerast ljósmóðir. Hún stofnaði fyrirtækið Sofa, borða, elska, og aðstoðar nú fólk við að hjálpa börnum sínum að sofa vel.

Hún ræddi um mikilvægi svefns fyrir bæði börn og fullorðna og sagði sína eigin reynslu af svefnvandamálum í Dagmálum í dag.

Getur haft alvarlegar afleiðingar

„Ef börn læra ekki að sofa vel eða eru með einhverja líkamlega kvilla sem eru að valda því að þau sofa ekki vel getur svefnvandinn varað í mörg ár. Þá er maður að sjá alvarlegar afleiðingar, bæði líkamlegar og andlegar. Maður finnur bara þegar maður sefur illa í einhverja daga er maður alveg ónýtur. Ég var orðin alveg handónýt eftir einhverja fjóra mánuði. Andlega og líkamlega,“ segir Hafdís sem uppgötvaði hversu mikil vöntun væri á svefráðgjöf eftir að hafa reynt að leita sér aðstoðar í fæðingarorlofi með annað barn sitt. 

„Þetta er ekkert grín. Og ef þér líður illa ertu ekki jafn vel í stakk búinn til að hugsa um barnið þitt,“ segir hún og bendir á að með svefleysi aukist til að mynda líkur á fæðingarþunglyndi.

Getur orðið að vítahring

„Það er ótrúlega mikilvægt að konan hugsi vel um sig og sé við góða heilsu sjálf til að geta annast barnið. Barnið getur líka verið meira pirrað ef það er þreytt. Þá er þetta miklu erfiðara og verður vítahringur þar sem fólk endar kannski á ekki alveg nógu góðum stað. Ef það er hægt að laga svefninn er hægt að koma fólki á mun betri stað. Ég fann hvað þetta var allt annað líf eftir að maður fór að fá svefn,“ sagði Hafdís.

Sjáðu viðtalið við Hafdísi í heild sinni hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert