Vilja endurskoða fyrirkomulag eftirlits

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá Mat­væla­stofn­un um fyr­ir­komu­lag eft­ir­lits með rekstr­ar­leyf­is­höf­um fisk­eld­is seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu. Hún vill fá upp­lýs­ing­ar um allt ferlið fráþví að seiði eru settí kví­ar og þar til slátrun er lokið. 

Ástæða þess að mat­vælaráðherra kall­ar eft­ir þess­um upp­lýs­ing­um er að gat fannst á kví í fisk­eld­is­stöð Arn­ar­lax í Arnar­f­irði í lok ág­úst­mánaðar 2021. Ári síðar bár­ust þær frétt­ir að lax­ar hefðu veiðst í Mjólká í Arnar­f­irði og lék grun­ur á að þar gætu verið eld­islax­ar. Við frek­ari rann­sókn voru veidd­ir 43 lax­ar í ánni og í ljós kom að hægt var að rekja 28 þeirra til eld­is­stöðvar Arn­ar­lax í Arnar­f­irði.

Auk þessa tel­ur Mat­væla­stofn­un að ósam­ræmi gæti í talna­gögn­um frá Arn­ar­lax, en slátrun lauk í eldisk­ví fyr­ir­tæk­is­ins 11. októ­ber sl. Talið er að mis­ræmið í gögn­um gæti gefið yf­ir­sýn yfir um­fang stroks­ins úr kvínni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert