Allt að 10 stiga hiti

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Spáð er austan og norðaustan 8-13 metrum á sekúndu, en 13-18 m/s með suðausturströndinni og norðvestan til framan af morgni.

Dálítil rigning verður með köflum, en úrkomulítið norðvestan til og léttir víða til á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig að deginum, hlýjast verður syðra.

Hæg norðlæg eða breytileg átt verður og skýjað með köflum á morgun, en smá skúrir eða slydduél verða við norður- og austurströndina. Kólnar heldur nyrðra.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert