Einn með tvær milljónir og fimm með 100.000

Einn lottóspilari hlaut tveggja milljóna króna vinning fyrir fimm réttar tölur í Jóker Víkingalottósins við útdrátt í kvöld og er sá með miða sinn í áskrift. Þá hlutu fimm 100.000 krónur hver fyrir fjórar réttar tölur, fjórir áskrifendur og einn sem keypt hafði miða sinn í N1 við Borgartún.

Í aðalútdrætti hafði enginn heppnina með sér í helstu vinningsflokkum, það er að segja 6/6 auk Víkingatölu, 6/6 og 5/6. Aðalvinningurinn, 600.302.560 krónur, færist því yfir á næsta útdrátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert