Eldur kviknaði í fólksbíl við lítið fjölbýlishús í Arnarhrauni í Hafnarfirði um hálfsexleytið í morgun. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var enginn í bílnum þegar eldurinn kviknaði.
Einn dælubíll var sendur í verkefnið og var það leyst á hálftíma.
Fyrir utan þetta útkall fór slökkviliðið í 40 sjúkraflutninga í nótt.