Guðlaugur Þór spáir í formannsframboð

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hákon Pálsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veltir nú fyrir sér að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi um aðra helgi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur hann þó ekki ákveðið neitt í þeim efnum enn.

Undanfarna daga hafa verið miklir orðasveimir um hugsanlegt framboð Guðlaugs, sem m.a. hefur verið tengt umdeildu vali á landsfundarfulltrúum í stöku félagi. Ekkert hefur þó fengist staðfest um það, en Guðlaugur Þór hefur ekki svarað Morgunblaðinu undanfarna daga.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert