Manni vísað út af hóteli

mbl.is/Kristinn Magnússon

Manni var vísað út af hóteli vegna vímuástands í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Í sama umdæmi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna neyslu fíkniefna í sameign fjölbýlishúss. Ekki þóttu forsendur til aðgerða þegar lögreglan kom á vettvang.

Einnig var tilkynnt um ungling í annarlegu ástandi að bjóða fíkniefni en lögreglan fann hann ekki.

Tilkynnt var um neyslu fíkniefna í bílastæðahúsi í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Þegar lögreglan kom á staðinn var engan að sjá þar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í Reykjavík var ökumaður stöðvaður í þrígang vegna aksturs sviptur ökuréttindum, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var tilkynnt um líkamsárás og eignaspjöll og er það mál í rannsókn.

Tilkynnt var um innbrot á heimili, auk þess sem þrír ökumenn í umdæminu voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var ölvuðum einstaklingi vísað út úr bílakjallara sökum óviðeigandi hátternis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert