Rauð spjöld á loft undir ræðu Sólveigar

Konurnar með rauðuspjöldin ruku út úr salnum eftir atvikið.
Konurnar með rauðuspjöldin ruku út úr salnum eftir atvikið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rauð spjöld fóru á loft þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stóð í pontu á Jafnréttisþinginu sem fer nú fram í Hörpu og flutti erindi.

„Við erum að dæma þennan leik og þú færð rauða spjaldið,“ stóð á rauðum klút sem konur á fremsta bekk lyftu upp. Þá fóru einnig nokkur rauð spjöld til viðbótar á loft. 

Eftir að hafa lyft spjöldunum á loft ruku konurnar út úr salnum.

Erindi Sólveigar Önnu bar yfirskriftina Verkakonur veraldarinnar: Um efnahagslega tilveru verkakvenna og baráttu þeirra við arðránið. Lagði hún áherslu á það mikilvæga hlutverk sem konur af erlendum uppruna og láglaunafólk hefur gegnt í atvinnulífinu. 

Þegar Sólveig Anna tók til máls sagði hún það hafa komið sér á óvart að hafa fengið boð á þingið þar sem hún taldi að það væri búið að slaufa sér. 

Sólveig Anna Jónsdóttir flutti erindi á Jafnréttisþingi í morgun.
Sólveig Anna Jónsdóttir flutti erindi á Jafnréttisþingi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert