Réðst á starfsmann velferðarsviðs

Árásin átti sér stað í fyrra við gömlu rúgbrauðsgerðina í …
Árásin átti sér stað í fyrra við gömlu rúgbrauðsgerðina í Borgartúni.

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa ráðist að öðrum karlmanni á svipuðum aldri í húsnæði við Borgartún sem jafnan er kennt við Rúgbrauðsgerðina. Sá sem fyrir árásinni varð var við störf sín á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Árásin átti sér stað í ágúst í fyrra, en mennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Fram kemur í ákærunni að árásarmaðurinn hafi gefið hinum hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll við og lenti á gólfinu og hlaut mar á vör og öxl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert