Skotárásin á Blönduósi enn til rannsóknar

Rannsóknin á skotárásinni á Blönduósi er viðamikil en þar er …
Rannsóknin á skotárásinni á Blönduósi er viðamikil en þar er meðal annars stuðst við réttarkrufningu til að varpa ljósi á dánarorsök hinna látnu. mbl.is/Hákon

Manndrápsmál á Blönduósi í ágúst þar sem tvennt lét lífið er enn í rannsókn. Þetta staðfestir Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Tveir hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins. Maður­inn sem varð fyr­ir árás­inni og son­ur hans, sem tal­inn er hafa ráðið niður­lög­um árás­ar­manns­ins. Tvennt lést í árás­inni, eig­in­kona manns­ins og árás­armaður­inn sjálf­ur, en hann hafði þá náð að skjóta á hjón­in með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Ekki er ljóst hvenær rannsókn málsins muni ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert