„Þessi dómur er ekkert slys“

Icelandair hafði betur gegn Ólöfu Helgu í Félagsdómi.
Icelandair hafði betur gegn Ólöfu Helgu í Félagsdómi. Ljósmynd/Aðsend

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Icelanda­ir hefði ekki brotið lög um stöðu trúnaðarmanna eða ör­ygg­is­trúnaðarmanna með upp­sögn Ólaf­ar Helgu Ad­olfs­dótt­ur í ág­úst í fyrra, en hún hafði starfað í hlaðdeild fyr­ir­tæk­is­ins á Reykja­vík­ur­flug­velli. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, er ekki sáttur við niðurstöðuna og þá sérstaklega öryggistrúnaðarhlutann.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ.
Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ. mbl.is/Unnur Karen

„Það þýðir auðvitað ekki mikið að deila við dómarann en ég er ekki sáttur við niðurstöðuna. Ég get skilið hvernig dómurinn kemst að niðurstöðu með félagslega hlutann en mér finnst dómurinn er snýr að öryggistrúnaði mjög furðulegur. Mér finnst dómurinn vera í mótsögn við sjálfan sig varðandi öryggistrúnaðarmanninn eins og rökstuðningurinn er byggður upp,“ segir Halldór.  

Passa þarf upp á verklag

Aðspurður, hvort hann taki undir sjónarmið Ólafar Helgu er snúa að lengri kjörtíma trúnaðarmanna eða vernd í ákveðinn tíma eftir að kjörtímanum lýkur til þess að tryggja vernd, segir segir Halldór að hann geti tekið undir þau sjónarmið að mörgu leyti.

„Þessi dómur er ekkert slys en það þarf að pússa aðeins upp á verklagið, passa tilkynningar og að kosið sé með reglulegu millibili. Það má líta á það þannig að það sé ómerkilegt af Icelandair að líta á einhvern sem trúnaðarmann en hanka hann síðan á einhverju formsatriði,“ segir Halldór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert