Viðbót í innanlandsflugi Icelandair

Dash-8 Q-400 í brautarakstri í Reykjavík.
Dash-8 Q-400 í brautarakstri í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hyggst á næstu mánuðum bæta við sjöttu flugvélinni í þann flota sem notaður er til innanlands- og Grænlandsflugs félagsins. Til stendur að fá vél af gerðinni Dash-8 Q-400 en fyrir er Icelandair með tvær slíkar vélar í rekstri og svo þrjár af gerðinni Dash-8 Q-200.

„Við erum að auka umsvifin í þessum hluta fyrirtækisins. Til stendur í mars á næsta ári að hefja að nýju tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og þess vegna meðal annars þurfum við viðbótarvél í flotann. Einnig erum við að auka tíðni ferða til áfangastaða okkar á Grænlandi. Færa á Grænlandsflugið að mestu til Keflavíkur til að bæta tengiupplifun alþjóðlegra farþega,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Morgunblaðið í gærdag.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert