Vill þyrluflug burt af Reykjavíkurflugvelli

Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, vill þyrluflug burt af Reykjavíkurflugvelli en þetta kom fram í ræðu hans á bæjarstjórnarfundi í gær.

Mikil flugumferð hefur verið yfir Kársnesið í Kópavogi frá Reykjavíkurflugvelli að gosstöðvunum, með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa svæðisins. „Á 90 mínútna kafla þann 21. ágúst 2022 þá flugu yfir svæðið 24 hávaðasamar flugvélar og þyrlur,“ sagði Andri á fundinum.

Andri lagði til að bæjaryfirvöld í Kópavogi beittu sér fyrir því að þyrluflugi yrði komið fyrir annars staðar en á Reykjavíkurflugvelli. Sagði hann flugvöllinn þjóna mikilvægu hlutverki í sjúkra- og neyðarflugi, en þyrluflug og umferð einkaþota ætti ekki heima innan um íbúabyggð.

Í samtali við mbl.is segir Andri Steinn að hann sé búinn að leggja fram fyrirspurn sem verði tekin fyrir í bæjarráði Kópavogsbæjar um staðarmörk Kópavogsbæjar í lofti og hverjar heimildir sveitarfélagsins séu til að stýra lofthelginni yfir Kópavogi.

Vinsældir þyrluflugs hafa aukist mikið samhliða nýjum eldgosum í Geldingardölum.
Vinsældir þyrluflugs hafa aukist mikið samhliða nýjum eldgosum í Geldingardölum. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert