Starfsmenn Íslenskra orkurannsókna eru að hefja vinnu við að meta gögn og aðstoða spænskt orkufyrirtæki við undirbúning jarðhitanýtingar á Kanaríeyjum.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.
Ætlunin er að bora eftir jarðhita og koma upp orkuverum til rafmagnsframleiðslu. Tekin eru fyrir svæði á þremur eyjum. Þar af eru tveir vinsælir ferðamannastaðir Íslendinga, Tenerife og Gran Canaria, en þriðja eyjan er La Palma en þar gaus á síðasta ári.
Starfsmenn ÍSOR njóta þó ekki sólarinnar á spænsku eyjunum því verkefnið er unnið á skrifstofum hér heima.
Meira er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.