Alvarlegt umferðarslys varð á vegi norður af Barnafossi í Borgarfirði klukkan sex í kvöld. Einn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.
RÚV greinir frá.
Þar hefur fréttastofan eftir Jón S. Ólafssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Vesturlandi, að fólksbíll hafi lent á horni aftanívagns vörubíls er þeir mættust.
Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við gerð fréttarinnar.