Atvinnuleysi 3,6% í september

Atvinnuleysi var 3,6% í september 2022.
Atvinnuleysi var 3,6% í september 2022. mbl.is/Ómar Óskarsson

Atvinnuleysi var 3,6% í september 2022 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. 

At­vinnu­leysi mæld­ist 4,1% í júlí og dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða. 

Í tilkynningu Hagstofunnar kemur fram að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka hafi verið 79,3% og hlutfall starfandi 76,5%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 0,8 prósentustig á milli mánaða á meðan hlutfall starfandi jókst um 0,4 prósentustig. 

Hlutfall atvinnulausra hækkaði um 0,1 prósentustig og hlutfall starfandi hækkaði um 0,9 prósentustig samanborið við septembermánuð 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert