Bregst við hallarekstri með hertum reglum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hlutfall launakostnaðs borgarinnar hafa farið …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hlutfall launakostnaðs borgarinnar hafa farið hækkandi á síðustu árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð hefur að tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra samþykkt tímabundnar ráðningarreglur hjá Reykjavíkurborg til að bregðast við miklum hallarekstri. Þær taka gildi frá og með 1. nóvember og gilda í rúm tvö ár, út árið 2024.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Markmiðið er að auka yfirsýn yfir nýráðningar, draga úr eða fresta ráðningum þar sem við á og draga úr launakostnaði.

„Rúmlega 60% af rekstrarútgjöldum A-hluta borgarsjóðs í hlutfalli við tekjur er launakostnaður. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi á síðustu árum og útilokað að ná fram hagræði í rekstri nema takast á við þennan stærsta útgjaldalið borgarinnar með markvissum hætti,“ segir borgarstjóri í greinargerðinni.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert