Borgarráð hefur að tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra samþykkt tímabundnar ráðningarreglur hjá Reykjavíkurborg til að bregðast við miklum hallarekstri. Þær taka gildi frá og með 1. nóvember og gilda í rúm tvö ár, út árið 2024.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.
Markmiðið er að auka yfirsýn yfir nýráðningar, draga úr eða fresta ráðningum þar sem við á og draga úr launakostnaði.
„Rúmlega 60% af rekstrarútgjöldum A-hluta borgarsjóðs í hlutfalli við tekjur er launakostnaður. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi á síðustu árum og útilokað að ná fram hagræði í rekstri nema takast á við þennan stærsta útgjaldalið borgarinnar með markvissum hætti,“ segir borgarstjóri í greinargerðinni.
Meira í Morgunblaðinu í dag.