Hilmar kjörinn 3. varaforseti ASÍ

Hilmar Harðarson
Hilmar Harðarson Ljósmynd/Aðsend

Hilmar Harðarson var kjörinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands með öllum greiddum atkvæðum á miðstjórnarfundi ASÍ sem fór fram í gær. Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags.

Þetta kemur fram í tilkynningu ASÍ. 

Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar - sambands iðnfélaga. Þá var Hilmar í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. 

Í tilkynningu ASÍ segir að Hilmar sé bifvélavirki að mennt. Hann sé fæddur árið 1960 í Reykjavík og ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert