Íslandsbankaskýrslan ekki klár í þessari viku

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Samsett mynd

Skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka er ekki að vænta í þess­ari viku. Þetta staðfest­ir Guðmund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoðandi í sam­tali við mbl.is. Nú er unnið úr um­sögn­um frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og Banka­sýslu rík­is­ins og stjórn Banka­sýsl­unn­ar, en þess­ir aðilar höfðu fram í þessa viku að skila um­sögn­um sín­um.

Guðmund­ur seg­ir vinnu við skýrsl­una flókna og um­fangs­mikla og „viðbrögð sem við höf­um fengið ein­kenn­ast af því,“ seg­ir hann um um­sagn­irn­ar. Seg­ir hann það alltaf taka ein­hverja daga að vinna úr um­sögn­un­um og svar­ar hann því ját­andi spurður hvort að þá sé hægt að úti­loka að skýrsl­an komi í þess­ari viku.

„Þetta er lokafasinn í verk­efn­inu, það er ekki langt í að skýrsl­an verði af­hent,“ seg­ir hann en ít­rek­ar að ná­kvæm tíma­mörk liggi ekki fyr­ir.

Átti upp­haf­lega að koma út fyr­ir júlí

Skýrsl­unn­ar hef­ur verið beðið um nokk­ur skeið, en upp­haf­leg áætl­un miðaðist við að skýrsl­an kæmi út fyr­ir lok júní en sú áætl­un miðaðist við það að öll gögn lægju fyr­ir í mál­inu, en svo reynd­ist ekki vera. Í lok júní sagði Guðmund­ur við mbl.is að skýrsl­unni myndi seinka, en að hann væri bjart­sýnn á að það tæk­ist að skila henni til Alþing­is fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi.

Um miðjan ág­úst sagði Guðmund­ur svo að skýrsl­unn­ar væri að vænta fyr­ir lok ág­úst. Enn tafðist út­gáf­an og í byrj­un sept­em­ber sagði Guðmund­ur við Vísi að skýrsl­an væri á loka­metr­un­um og að bú­ast mætti við henni á næstu dög­um. Um miðjan sept­em­ber sagði Guðmund­ur við mbl.is að enn væri bú­ist við skýrsl­unni fyr­ir lok mánaðar­ins, en tekið var fram að út­gáfu­dag­ur lægi ekki fyr­ir.Þann 13. októ­ber var svo greint frá því að skýrsl­an væri kom­in til um­sagnaraðila, en sem fyrr seg­ir áttu þeir að skila um­sögn­um í þess­ari viku, eft­ir að hafa fengið aukafrest til skil­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert