Mikil dómharka og dónaskapur á netinu

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Árni Sæberg

Tals­verð breyt­ing er á hegðun Íslend­inga á net­inu und­an­far­in sex ár og er fólk stór­yrt­ara á net­inu eft­ir Covid-far­ald­ur­inn og í kjöl­far met­oo-bylt­ing­ar­inn­ar. Þá segj­ast kon­ur heim­sækja síður klámsíður, en fleiri til­felli kyn­ferðis­brota á net­inu eru nefnd í könn­un á net­hegðun.

„Við erum að skoða reynslu Íslend­inga af net­brot­um eða net­glæp­um. Þetta er sam­vinnu­verk­efni við Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands og við Jón­as höf­um lagt þenn­an spurn­ingalista fyr­ir fjór­um sinn­um, síðast núna snemm­sum­ars 2022 en líka árin 2020, 2018 og 2016,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son pró­fess­or í af­brota­fræði, sem í fé­lagi við Jón­as Orra Jónas­son sér­fræðing hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, held­ur fyr­ir­lest­ur um net­glæpi á föstu­dag­inn á ráðstefn­unni Þjóðarspeg­ill XXII í Há­skóla Íslands.

Ólög­legt niður­hal minnkað

Helgi seg­ir að það sé áhuga­vert að skoða breyt­ing­arn­ar á þessu tíma­bili, en spurn­ingalist­inn er lagður fyr­ir úr­tak fólks sem er 18 ára og eldra og end­ur­spegl­ar vel þann hluta þjóðar­inn­ar. Helgi seg­ir að sam­kvæmt þess­um könn­un­um sé net­notk­un Íslend­inga mjög mik­il og flest­ir nota netið á hverj­um degi. Helgi seg­ir að með könn­un­inni sé bæði litið til hegðunar viðkom­andi á net­inu og síðan hvort viðkom­andi hafi orðið fyr­ir net­glæp­um.

Hann seg­ir að ein spurn­ing­in sé hvort viðkom­andi hafi hlaðið niður ólög­legu efni á síðustu mánuðum. „Það sem við erum að sjá er að það hef­ur dregið mjög mikið úr því mark­visst frá 2016, og þá spyr maður sig hvort mikið úr­val af lög­leg­um veit­um á sjón­varps­efni og fyr­ir tónlist hafi haft þar úr­slita­áhrif.“

Kynjamun­ur í klám­inu

Síðan er spurt um hvort viðkom­andi hafi heim­sótt klám­fengn­ar síður á síðustu þrem­ur mánuðum. “Það er tölu­vert um það og mun al­geng­ara meðal karla en kvenna. Það voru um 40% karla sem svöruðu ját­andi á meðan sam­bæri­legt hlut­fall var 11% hjá kon­um. Það sem mér finnst áhuga­vert hér er þessi kynjamun­ur en líka að þegar við mæld­um þetta árið 2016, sem var fyr­ir met­oo bylt­ing­una, að frá þeim tíma dró strax tölu­vert úr fjölda þeirra kvenna sem sögðust hafa farið inn á klám­fengn­ar síður á net­inu og það var strax 2018 hafði mun­ur­inn milli kynj­anna því breikkað mjög í kjöl­far þeirr­ar umræðu. Aft­ur á móti hafa svör karl­anna verið á svipuðu róli á þess­um tíma og koma yngri karl­ar hærra út þarna en eldri.”

AFP

Per­sónu­leg­ar sví­v­irðing­ar al­geng­ast­ar

Held­ur hef­ur fækkað í hópn­um sem segj­ast hafa orðið fyr­ir net­glæp­um seg­ir Helgi, en lögð var fyr­ir þátt­tak­end­ur spurn­ing­in hvort þeir hefðu orðið fyr­ir net­glæp­um síðustu þrjú árin. Árið 2020 svöruðu 19% aðspurðra ját­andi en núna 16% hafa orðið fyr­ir net­broti.  Hins veg­ar verða marg­ir fyr­ir fleira en einu broti. Við sjá­um líka að þetta er al­geng­ast í yngsta hópn­um eða 30 ára og yngri. Það pass­ar al­veg við niður­stöður er­lendra rann­sókna, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.”

En hvaða brot ætli séu al­geng­ust á net­inu? „Fjöru­tíu pró­sent þess­ara brota myndu falla í flokk­inn meiðyrði, róg­b­urð eða per­sónu­legt skít­kast. Þessi hóp­ur sagðist hafa upp­lifað per­sónu­leg­ar sví­v­irðing­ar í sinn garð á net­inu og það má segja að hlut­fall þess­ara brota hef­ur vaxið mjög,“ seg­ir Helgi. „Þetta var kannski 25-30% brot­anna í fyrri mæl­ing­um en stekk­ur upp núna og er komið í 40% allra net­brota, sem er um­tals­verð aukn­ing og er hæsta hlut­fall sem við höf­um séð.“

Helgi seg­ir áhuga­vert að velta fyr­ir sér hvers vegna þessi brot hafi auk­ist svona mikið frá 2020 næstu könn­un á und­an þeirri sem gerð var í sum­ar. „Erum við kannski að sjá af­leiðing­ar af heims­far­aldri og sam­komu­banni? Það er ekki víst, en eitt­hvað hef­ur gerst á tíma­bil­inu sem hef­ur áhrif á þessa aukn­ingu, minna umb­urðarlyndi fyr­ir því sem telst öðru­vísi. Fólk er kannski að lýsa skoðun sinni á ein­hverju á sam­fé­lags­miðlum og fær þá yfir sig holskeflu af sví­v­irðing­um. Við sjá­um að fólk man vel eft­ir þessu og þetta eru orð sem svíða.“

Minna um greiðslu­kortam­is­ferli

Helgi seg­ir að næst­al­geng­ustu net­brot­in varði fjár­svik í viðskipt­um, þar sem fólk kaup­ir vöru sem sam­ræm­ist ekki aug­lýstri lýs­ingu vör­unn­ar. „Fólk er að kaupa eitt­hvað á net­inu og tel­ur sig ekki hafa fengið þá vöru sem það bjóst við sam­kvæmt lýs­ingu,” seg­ir Helgi að þess­ar tvær teg­und­ir brota séu þau sem oft­ast séu nefnd í öll­um fjór­um mæl­ing­un­um frá 2016 til 2022.

Greiðslukortasvik hafa minnkað samkvæmt könnuninni í sumar.
Greiðslu­korta­svik hafa minnkað sam­kvæmt könn­un­inni í sum­ar.

Hann seg­ir þó já­kvæða þróun sýna sig þegar kem­ur að greiðslu­kortam­is­ferli á net­inu. „Færri segj­ast hafa orðið fyr­ir því, og hugs­an­lega eru greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­in að taka vel á þess­um mál­um.“

Helgi seg­ir einnig að mynddreif­ing­um án samþykk­is hafi  fækkað á tíma­bil­inu. „Kannski er fólk orðið var­ara um sig eft­ir mikla umræðu um þessi mál í fjöl­miðlum und­an­far­in ár.“

Áhrif meet­oo bylt­ing­ar­inn­ar

Hann seg­ir að þegar born­ar eru sam­an mæl­ing­ar frá 2016 við hinar mæl­ing­arn­ar frá 2018, 2020 og 2022, þá er tals­verð aukn­ing á því að fólk nefni að það hafi orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni á net­inu og sér­stak­lega meðal kvenna.

„Það eru hlut­falls­lega fleiri brot nefnd öll þessi þrjú ár held­ur en 2016. Eina sem manni dett­ur í hug er met­oo bylt­ing­in. Árið 2017 koma þess brot mikið upp á yf­ir­borðið þegar þolend­ur stíga fram og tjá reynslu sína. Hugs­an­lega er þessi aukn­ing skýrð með því að þolend­ur tjá sig frek­ar um þessi mál en áður, því ég hef litla trú á því að umræðan um þau hafi ýtt und­ir fleiri brot.“ Helgi seg­ir að 2016 hafi kyn­ferðis­áreitni á net­inu verið um 10-12% brota en séu núna á bil­inu 20-22% sem sýni að fjöld­inn hef­ur tvö­fald­ast.

Helgi seg­ir að könn­un­in sýni að fólk er orðið árás­ar­gjarn­ara á net­inu og dóm­harka sé mik­il. „Lexí­an er sú að við þurf­um að um­gang­ast hvert annað með nær­gætni á net­inu, al­veg eins og í raun­heim­um. Þetta eru sam­skipti og fólk tek­ur þetta nærri sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert