„Neyðst til þess að neita börnum“

Endurgreiðslur vegna tannréttinga hafa ekki fylgt verðlagi.
Endurgreiðslur vegna tannréttinga hafa ekki fylgt verðlagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Raunkostnaður við tannréttingar barna er í dag á bilinu 900 þúsund krónur til 1,5 milljónir króna á hvert barn. Tannréttingar barna eru hins vegar aðeins niðurgreiddar um sem nemur um 150 þúsund krónum.

Styrkuupphæðin hefur ekki breyst í 20 ár en ætti að vera í kringum 400 þúsund á hvert barn ef hún hefði fylgt vísitöluþróun.

Þetta kemur fram í bréfi sem umboðsmaður barna hefur sent til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannréttingum barna.

„Til umboðsmanns barna hafa leitað foreldrar og greint frá því að vegna fjárhags fjölskyldunnar hafi þau neyðst til þess að neita börnum um meðferð tannréttingalækna, sem er miður,“ segir í bréfinu til ráðherrans.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert