Hafnarfjarðarbæ hefur auglýst eftir tilboðum lögaðila í lóðirnar Hlíðarbraut 10, 12, 14 og 16 í Hafnarfirði. Lóðirnar eru í suðurbæ Hafnarfjarðar skammt frá Lífsgæðasetri St. Jó. og Suðurbæjarlaug. Á lóðunum er heimilt að byggja sex íbúðir. Hlíðarbraut 10 og 12 eru einbýlishúsalóðir með heimilað byggingarmagn 235 fm2 per hús. Hlíðarbraut 14 og 16 eru parhúsalóðir með heimilað byggingarmagn 335 fm2 per hús. Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar.
Hægt er að sækja um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Lágmarksverð í lóðirnar er kr. 91.429.094 miðað við byggingarvísitölu í október 2022. Tilboð undir lágmarksverði eru ógild.
Tilboðsfrestur er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember 2022 og verða opnuð í Ráðhúsi Hafnarfjarðar um leið og tilboðsfrestur rennur út.
Nýjasta uppbyggingarsvæði Hafnarfjarðar er Áslandið og í dag er opnað fyrir tilboð í fyrsta hluta hverfisins. Um er að ræða 65 einbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir lágreistri byggð sérbýla og lágra fjölbýlishúsa með sérinngöngum í grænu og vistvænu hverfi sem snýr að útsýni til Helgafells.
Gert er ráð fyrir að 25 einbýlishúsanna séu á einni hæð en 40 á tveimur hæðum og raðhúsalóðirnar séu með 3-5 íbúðum. 550 íbúðir eru áætlaðar í fullbyggðu hverfi og 3-5 deilda leikskóla.
Einstaklingar eru í forgangi þegar kemur að einbýlishúsalóðunum en lögaðilar að raðhúsalóðum. Verð fyrir einbýlishúsalóðir er á bilinu 21–37 milljónir króna, en verð á raðhúsalóðum er frá um 58–95 milljónum króna.
Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun 1. áfanga Áslands 4 er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember næstkomandi.