Óskar eftir svörum frá forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Jó­hann Páll Jó­hanns­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar hef­ur sett fram fyr­ir­spurn til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra þar sem hann fer fram á fá yf­ir­lit yfir sam­skipti henn­ar við Björk Guðmunds­dótt­ur söng­konu og Gretu Thun­berg aðgerðarsinna. 

Jó­hann biður um skrif­leg svör um hvernig ráðherra hafi brugðist við er­indi Bjark­ar og Gretu Thun­berg um yf­ir­lýs­ingu um neyðarástandi í loft­lags­mál­um haustið 2019 og hvort fyr­ir­heit hefðu verið gef­in sem túlka mætti sem von væri á form­legri yf­ir­lýs­ingu og í síðasta lagi hvort ráðherra hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við blaðamanna­fund þar sem kraf­ist yrði yf­ir­lýs­ing­ar um neyðarástand í loft­lags­mál­um.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert