Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar hefur sett fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann fer fram á fá yfirlit yfir samskipti hennar við Björk Guðmundsdóttur söngkonu og Gretu Thunberg aðgerðarsinna.
Jóhann biður um skrifleg svör um hvernig ráðherra hafi brugðist við erindi Bjarkar og Gretu Thunberg um yfirlýsingu um neyðarástandi í loftlagsmálum haustið 2019 og hvort fyrirheit hefðu verið gefin sem túlka mætti sem von væri á formlegri yfirlýsingu og í síðasta lagi hvort ráðherra hafi hvatt Björk og Gretu til að hætta við blaðamannafund þar sem krafist yrði yfirlýsingar um neyðarástand í loftlagsmálum.