Reykjavíkurborg lækkar hámarkshraða

Hámarkshraði við Háaleitisbraut verður lækkaður.
Hámarkshraði við Háaleitisbraut verður lækkaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Fellsmúla, Hallarmúla, Háaleitisbraut, Lágmúla, Selmúla, Síðumúla og Vegmúla í samræmi við hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Þetta var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær, að því er segir í tilkynningu

Markmið hámarkshraðaáætlunar borgarinnar er að draga úr umferðarhraða til þess að koma í veg fyrir alvarleg umferðarslys.

Breytingar á hámarkshraða

1.Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.

2. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.

3. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.

4. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

5. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

6. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

7. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

8. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

9. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

10. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert