Reykjavíkurborg lækkar hámarkshraða

Hámarkshraði við Háaleitisbraut verður lækkaður.
Hámarkshraði við Háaleitisbraut verður lækkaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Há­marks­hraði verður lækkaður í Ármúla, Fells­múla, Hall­ar­múla, Háa­leit­is­braut, Lág­múla, Selmúla, Síðumúla og Veg­múla í sam­ræmi við há­marks­hraðaáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þetta var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í gær, að því er seg­ir í til­kynn­ingu

Mark­mið há­marks­hraðaáætl­un­ar borg­ar­inn­ar er að draga úr um­ferðar­hraða til þess að koma í veg fyr­ir al­var­leg um­ferðarslys.

Breyt­ing­ar á há­marks­hraða

1.Háa­leit­is­braut, frá Kringlu­mýr­ar­braut að Ármúla, há­marks­hraði verði 40 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

2. Háa­leit­is­braut, frá Miklu­braut norður fyr­ir Safa­mýri að nú­ver­andi 30 km/​klst svæði, há­marks­hraði verði 40 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

3. Háa­leit­is­braut, frá Ármúla að nú­ver­andi 30 km/​klst svæði,há­marks­hraði verði 40 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

4. Lág­múli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

5. Hall­ar­múli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

6. Ármúli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

7. Selmúli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

8. Síðumúli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

9. Veg­múli, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

10. Fells­múli, frá Grens­ás­vegi að nú­ver­andi 30 km/​klst svæði, há­marks­hraði verði 30 km/​klst, í stað 50 km/​klst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert