Skjálfti af stærðinni 4 varð á 10 kílómetra dýpi um 30 kílómetrum aust-suðaustur af Grímsey í nótt.
Skjálftinn varð klukkan 2.13 í nótt og að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn á Akureyri. Tugir eftirskjálfta hafa fylgt.
Í gær klukkan 10.57 varð skjálfti sem mældist 3 að stærð vestur af Herðubreið.