Frá og með deginum í dag geta sveitarfélög, sem hýsa börn sem hafa fengið alþjóðlega vernd, sótt um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Markmiðið er að styðja við börnin og gera sveitarfélögunum auðveldara að sýna þeim stuðning þegar kemur að skóla og frístundastarf. Einnig ef annarra úrræða er þörf fyrir fjölskyldur og barnaverndarnefndir.
Sveitarfélögin geta sótt um styrk fyrir hvert barn upp á 125 þúsund krónur fyrir börn yngri en sex ára og 200 þúsund krónur fyrir börn eldri en sex ára. Umsóknir eru á vef Stjórnarráðsins og þar þarf einnig að fylla út form með upplýsingum um fjölda barna eftir fæðingarári og ríkisfangi.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember næstkomandi.