Þingið í raun gerviviðburður

Sólveig Anna Jónsdóttir. fékk rautt spjald í gær.
Sólveig Anna Jónsdóttir. fékk rautt spjald í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hóp­ur kvenna sem gáfu Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur rauða spjaldið á Jafn­rétt­isþing­inu í Hörpu í gær, gagn­rýna að Sól­veig Anna hafi verið feng­inn til þess að flytja er­indi um stöðu er­lendra kvenna á vinnu­markaði, þegar vara­for­stjóri Efl­ing­ar er kvenmaður af er­lend­um upp­runa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að Sól­veig Anna hafi hlotið rauðasp­jaldið fyr­ir að grafa und­an þátt­töku er­lendra kvenna á vinnu­markaði, meðal ann­ars með því að krefja starfs­um­sækj­end­ur Efl­ing­ar um ís­lensku kunn­áttu.

Íslensku kennsla ekki í kjara­samn­ing­um

Þar seg­ir einnig að Sól­veig hef­ur ekki sett ís­lensku kennslu í for­gang og hvergi sé minnst á hana í kjara­samn­ing­um.

„Þegar hún fékk gagn­rýni vegna þess frá sam­tök­um kvenna af er­lend­um upp­runa, sýndi hún þeim at­huga­semd­um eng­an áhuga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Ekki rætt við er­lend­ar kon­ur

Þær mót­mæla líka að Jafn­rétt­isþingið sé haldið í miðri viku og sé ein­göngu á ís­lensku, „sem aug­ljós­lega hef­ur áhrif á þátt­töku er­lendra kvenna“.

Þingið sé í raun gervi viðburður fyr­ir Íslend­inga, talað er um kon­ur af er­lend­um upp­runa í stað þess að ræða við þær og erfitt sé að sjá hvernig viðburður­inn eigi að hafa já­kvæð áhrif á stöður er­lendra kvenna, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert