Ætlar að finna lækningu á mænuskaða

Mark Pollock er stofnandi Myrkvahlaupsins (e. Run in the dark) …
Mark Pollock er stofnandi Myrkvahlaupsins (e. Run in the dark) sem safnar fyrir rannsóknum á lækningu við mænuskaða. Ljósmynd/Aðsend

Myrkrahlaupið (e. Run in the dark) fer fram miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20 í Elliðaárdalnum, þegar svartasta skammdegið er að skella á. Stofnandi hlaupsins er írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock sem er blindur og hefur hlotið mænuskaða en lætur ekkert stoppa sig. 

Mark Pollock var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir …
Mark Pollock var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn. Ljósmynd/Aðsend

Saga Marks er einstök, 22 ára gamall missti hann sjónina. Þrátt fyrir það byggði hann upp íþrótta- og ævintýraferil þar sem hann hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn. Í júlí 2010 datt Mark út um gluggann af annarri hæð en við það bakbrotnaði hann og lamaðist. Í samtali mbl.is lýsir hann því hvernig það að safna fyrir rannsóknum á lækningu við mænuskaða hefur drifið hann áfram. Hann vill jafnframt að saga hans sé ekki sorgarsaga heldur veiti öðrum innblástur þar sem eitthvað virkilega spennandi er í uppsiglingu og fólk vilji ólmt taka þátt.

„Sýn mín á heiminn er í gegnum íþróttir og var það sérstaklega á þeim tíma er ég hljóp Gobi-eyðimerkurmaraþonið og gekk yfir Suðurpólinn. Á þessum tíma var atvinna mín að halda fyrirlestra um það að vera keppnismaður og hvernig ég hef tekist á við áskoranir. Um það bil ári eftir heimkomu frá Suðurpólnum dett ég út um glugga af annarri hæð og lamast. Eftir fallið var ég viss um að ég gæti ekki starfað lengur, það er enginn sem vill heyra sögu sem endar á þennan veg þar sem allt verður ömurlegt. Ég náði að vinna mig út úr þessu og hélt fyrirlestra út um allt og í stað þess reyna að halda íþrótta- og ævintýraferlinum áfram þá setti ég mér það markmið að finna lækningu á lömun. Ég hef því varið síðustu árum í að setja saman teymi, safna fjármagni og segja sögu mína,“ segir Mark.

Mark Pollock í leiðangri sínum á Suðurpólnum.
Mark Pollock í leiðangri sínum á Suðurpólnum. Ljósmynd/Aðsend

Beindi kröftunum að því að fjármagna rannsóknir

Síðastliðin 10 ár hefur hlaupið verið haldið á 72 stöðum víðs vegar um heiminn. Ástæða þess að Mark stofnaði hlaupið var til þess að safna fjármagni fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Hann segist hafa náð að beina kröftum sínum í að gera allt sem hægt er til þess að finna lækningu á mænuskaða.

„Þegar ég hafði náð að beina kröftum mínum að því að finna lækningu á mænuskaða var spurning um hvernig hægt væri að safna fjármagni. Þá kom hugmyndin að Myrkvahlaupinu (e. Run in the dark) þar sem við söfnum fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða,“ segir Mark.

Síðastliðin 10 ár hefur hlaupið verið haldið á 72 stöðum …
Síðastliðin 10 ár hefur hlaupið verið haldið á 72 stöðum víðs vegar um heiminn. Ljósmynd/Aðsend

Getur yfirfært margt á íþróttirnar

Mark er mikill íþróttamaður eins og bersýnilega sést á þeim afrekum sem hann hefur náð í íþróttum. Hann hefur fengið afar krefjandi verkefni á lífsleiðinni en hefur náð að beina þessum mikla eldmóð yfir á ennþá stærra verkefni, að finna lækningu á mænuskaða. Aðspurður um hvort hann geti nýtt það sem hann lærði á sínum íþróttaferli við þetta segir hann svo vera og það eina sem sé breytt sé markmiðið. 

Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að það sem ég lærði í íþróttunum sé án efa hægt að færa yfir á þetta, markmiðið er bara annað. Til þess að við náum að finna lækningu á lömun á mínu lífsskeiði þá þurfum við að setja saman teymi, fá fólk í að gera rannsóknir og safna fjármagni. Það fyrsta sem ég lærði í íþróttum er það að ef þú ákveður að þú sért keppnismaður þá muntu afreka frábæra hluti en á sama tíma tekurðu áhættu á því að þér muni mistakast. Það gildir ekki alveg það sama í þessu verkefni þar sem í íþróttunum gat alltaf einhver komið í staðinn fyrir mig en það gildi rekki um vísindamennina sem ég vinn með í dag. Nú þegar ég hef fundið þetta fólk þá þurfum við að fá það til þess að vinna saman því það er þannig sem við náum einhverju byltingarkenndu í gegn," segir Mark.

Þau sem vilja kynnast Mark Pollok og lífsförunauti hans Simone George geta svo horft á ógleymanlegan fyrirlestur þeirra sem nefnist Ástarbréf til raunsæis á sorgartímum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert