Angjelin Sterkaj var í dag dæmdur í Landsrétti í 20 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Armando Beqirai að bana við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík í fyrra.
Þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Murat Selivrada sem voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins í héraðdómi voru öll dæmd í 14 ára fangelsi.
Aðalmeðferð í málinu hófst 28. september í Landsrétti, en ríkissaksóknari áfrýjaði í nóvember sl. dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 21. október í fyrra.
Ákæruvaldið fór fram á þyngri refsingu yfir Angjelin Sterkaj sem hlaut 16 ára dóm í héraði en ákæruvaldið fór fram á 18-20 ára dóm.