Bjóða Dönum upp á svið og hákarl

Tinna Óðinsdóttir og Loftur Loftsson hafa rekið Tre tjenere síðustu …
Tinna Óðinsdóttir og Loftur Loftsson hafa rekið Tre tjenere síðustu þrjú ár á Borgundarhólmi. Veitingastaðurinn nýtur mikilla vinsælda en óvíst er hvað dönskum gestum á eftir að finnast um matseðilinn í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Danirnir eru mjög forvitnir um íslenskan mat og spyrja oft hvort við borðum ekki kindahausa og sitthvað fleira. Við ákváðum því að slá til og halda allsherjar veislu fyrir þá,“ segir Tinna Óðinsdóttir, einn eigenda veitingastaðarins Tre tjenere á Borgundarhólmi í Danmörku. Þar verður haldin íslensk sviðaveisla í kvöld sem vakið hefur mikla athygli á eyjunni og reyndar víðar.

Tinna og maður hennar, Loftur Loftsson, opnuðu veitingastaðinn fyrir um þremur og hálfu ári síðan ásamt móður Tinnu, Ásrúnu Gísladóttur. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á íslenskan mat og óhætt er að segja að staðurinn hafi notið mikilla vinsælda. 

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert