Karl Emil Wernersson seldi syni sínum, Jóni Hilmari Lyf og heilsu á 1,1 milljónir króna. Kaupunum var rift í héraðsdómi í gær.
Héraðsdómur vísaði frá kröfu þrotabús Karls Emils Wernerssonar þess efnis að afsala aftur til þrotabúsins öllum hlutum í Toska ehf. gegn greiðslu frá þrotabúinu á söluverði hlutanna.
Fallist var á riftun á sölu Karls á öllum hlutum Toska ehf. til sonar síns, Jóns Hilmars Karlssonar. Toska ehf., líkt og fyrr greinir. Toska móðurfélag Faxa sem átti félagið Faxar, sem átti nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu.
Var þá ekki fallist á kröfu þrotabúsins þess efnis að Jón Hilmar greiði því 2,6 milljarða króna með dráttarvöxtum, ef afsal hluta þrotabúsins yrði ekki komið við. Var hann þess í stað dæmdur til að greiða þrotabúi Karls 464 milljónir króna auk dráttarvaxta í tæplega fjögur ár.
Bú Karls var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl árið 2018. Þrotabúið gerði í málinu kröfu um riftun á sölu Karls á Toska til sonar hans í aðdraganda gjaldþrotaskiptanna og byggði þá kröfu annars vegar á 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og hins vegar 141. gr. sömu laga.
Féllst héraðsdómur á að um hafi verið að ræða ótilhlýðilega ráðstöfun þrotamanns í aðdraganda gjaldþrots hans, þegar Karl seldi syni sínum alla hluti í Toska ehf. Þá var Jóni gert að greiða þrotabúi Karls 21,3 milljónir í málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti.