Guðmundur varaformaður Samfylkingar

Guð­mundur Árni er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði.
Guð­mundur Árni er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðmundur Árni Stefánsson var kjörinn nýr varaformaður Samfylkingar á landsfundi flokksins í kvöld. Engin mótframboð bárust og var hann því sjálfkjörinn. Kristrún Frostadóttir var þá einnig sjálfkjörin í formannsstól flokksins.

Guð­mundur Árni er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði. Sat hann í bæj­­­­­ar­­­stjórn Hafn­ar­fjarðar í tólf ár fyrir aldamót, var bæj­­­­­ar­­­stjóri í sjö ár í Hafnarfirði og var kjörinn aftur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrr í ár.

Þá sat hann á þingi fyrir Alþýð­u­­­flokk­inn, og síðar Sam­fylk­ing­una til 2005. Hann var vara­for­maður Alþýðu­flokks­ins 1994-1996 og aftur árið 1999, í aðdrag­anda þess að Alþýðu­flokk­ur­inn gekk inn í Sam­fylk­ing­una. Guðmundur Árni var heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra og síðar félags­mála­ráð­herra árunum 1993 til 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert